Viltu vera fulltrúi SÍNE í Landssamtökum íslenskra stúdenta?

By 06/06/2017SíNE fréttir

Hlutverk LÍS er að standa vörð um hagsmuni háskólanema hérlendis
sem og hagsmuni íslenskra háskólanema á alþjóðaveittvangi og um leið
skapa samstarfsvettvang fyrir íslensk stúdentafélög og vera þátttakandi
í alþjóðlegu hagsmunasamstarfi háskólanema. Vinna að samræmingu
gæðastarfs í íslenskum háskólum. Samtökin geta í sameiginlegu umboði
allra aðildarfélaga farið með samningsumboð og komið fram fyrir þeirra
hönd gagnvart stjórnvöldum, fjölmiðlum og öðrum aðilum. Nýr fulltrúi mun
hefja störf strax.

Ef það eru einhverjar spurningar skal hafa samband við Þórð Jóhannsson.
Netfangið hans er thj88@internet.is.