Svör frá Bjartri Framtíð

Spurningar til stjórnmálaflokka um námslánakerfið  – Björt Framtíð

 

 1. Er það stefna þíns flokks að koma á nýju námslánakerfi? Ef já, munu fulltrúa námsmannahreyfinganna fá að taka þátt í þeirri vinnu frá upphafi til enda?  Já, við viljum nýtt kerfi námsaðstoðar sem yrði sambland styrkja og lána, og já, námsmenn kæmu að þeirri vinnu frá upphafi til enda. 
 1. Hvað teljið þið að ætti að vera tilgangur og/eða markmið nýs námalánakerfis? Að stuðla að því að allir eigi kost á að fara í háskólanám, af alls konar toga, óháð efnahag og að stuðla að góðri námsframvindu. 
 2. Hvað teljið þið að séu mikilvægustu hagsmunamál námsmanna erlendis? Að framfærsluviðmið séu raunhæf, svo hægt sé að lifa af námslánunum og einnig að skólagjaldalán og aukin ferðalán bjóðist á hagstæðum kjörum. Eins er mikilvægt að óraunhæfar takmarkanir séu ekki settar á lengd náms. Eins hlýtur að vera mikilvægt fyrir stúdenta erlendis að samskipti við LÍN séu góð og greiðvikin. 
 3. Hvernig stefnið þið að því að gæta þessara hagsmuna? Með því að gera það sem teljum okkur gera best, tala fyrir því að hlutir séu gerðir almennilega og að kerfi þjóni þeim betur sem þurfa að reiða sig á það. Hversu mikil áhrif við höfum ræðst síðan af því hversu mikla ábyrgð kjósendur vilja setja á okkar herðar. Það á eftir að koma í ljós. 
 4. Mun þinn flokkur gera það að skilyrði fyrir ríkisstjórnarsamstarfi að 1/3 af heildarfjárhæð námsaðstoðar frá LÍN verði að styrkjum skilyrðislaust og komið til framkvæmda í síðasta lagi fyrir skólaárið 2018-2019?  Nei. Við höfum ekki rætt það að setja þetta sem skilyrði. Við viljum kerfi sem er sambland námslána og styrkja, en hvernig það er útfært hlýtur að vera efni sem við höfum samráð um við sem flesta aðila, sbr. spurningu 1. 
 5. Vill þinn flokkur hafa aukna styrki með skilyrðum, t.d. um að þú setjist að á Íslandi eða utan höfuðborgarsvæðisins eftir nám?  Við útfærslu styrkjakerfis þarf að skoða hvernig styrkir nýtast best til að jafna félagslega stöðu stúdenta og til þess að hvetja til námsárangurs, þ.e. að stúdenta ljúki námi. Til að ná þessum markmiðum kæmi vel til greina að binda styrki, a.m.k. að hluta, einhverjum skilyrðum, eins og þeim að stúdentar utan af landi njóti meiri styrkja, að stúdentar sem klára nám fái meiri styrki, eða stúdentar með börn á framfæri. En þetta þarf allt að hanna í breiðu samráði, sem fyrst á næsta kjörtímabili. Til þess að sjóðurinn nái markmiðum sínum, með takmarkaða fjármuni, hljómar skynsamlega að sú leið verði farin að öllum bjóðist hagstæð lán á lágum vöxtum með tekjutengdum afborgunum, og hugsanlega öllum styrkir líka að einhverju marki, en styrkakerfið sé fremur notað til þess að jafna félagslega stöðu stúdenta og hvetja til góðrar námsframvindu. 
 6. Mun þinn flokkur gera það að skilyrði fyrir ríkisstjórnarsamstarfi að farið verði í það tafarlaust að endurskoða framfærsluþörf námsmanna erlendis?  Heildarendurskoðun á námslánakerfinu er meðal þess sem við munum setja á oddinn, förum við í stjórnarmyndunarviðræður, og framfærsluþörf námslána erlendis er inn í því. Við viljum síður tala of mikið í ófrávíkjanlegum skilyrðum. Pólitískum markmiðum má ná eftir alls konar öðrum leiðum, í samstarfi og samtali við aðra, en svar svið spurningunni má þó orða svona: Ef hugsanlegir samstarfsflokkur myndu algjörlega þvertaka fyrir að fara í slíka vinnu, sem eru endurskoðun námslánakerfisins og þar með endurskoðun framfærsluviðmiða námslána erlendis, er erfitt að ímynda sér að BF myndi vilja taka nokkurn þátt í samstarfi við slíka flokka.
 7. Síðustu þrjú ár hefur niðurskurður verið á framfærslulánum og ferðalánum frá LÍN en auk þess hefur frítekjumarkið verið skert. Mun þinn flokkur gera það að skilyrði fyrir ríkisstjórnarsamstarfi að leiðrétta skerðingu síðustu þriggja skólaára þannig að framfærslulán til námsmanna erlendis verði aukin á þessu skólaári, 2016-2017, til samræmis við þessa skerðingu?

          Við vísum í svar við spurningu 7.

 1. Er það vilji ykkar að námslán til námsmanna erlendis verði takmarkað eftir námslöndum og námsgráðum? Ef já, með hvaða hætti?

          Það er ekki vilji okkar. 

 1. Hvaða vexti vill þinn flokkur hafa á námslánum frá LÍN?

           Sömu vexti og eru nú. 

 1. Er það vilji ykkar að hámarksfjárhæð verði á námsaðstoð frá LÍN? Ef já, að hvaða fjárhæð?

          Við lítum ekki svo á að vandi LÍN felist í því að stúdentar séu almennt að taka of há lán, þannig að                               hámarksfjárhæð á lánum er ekki forgangsatriði að okkar mati. Lykilatriðið er að lán og styrkir nægi fyrir                 framfærslu, og eftir atvikum skólagjöldun, og stúdentar geti klárað námið sitt á eðlilegum tíma. Ef nám er              langt og dýrt, ætti námsmönnum að bjóðast námsaðstoð til þess engu að síður. 

 1. Er það vilji ykkar að námsaðstoð verði einungis veitt upp að ákveðnum einingafjölda? Ef já, að hvaða marki? Það er eðlilegt að miða við að námsaðstoð bjóðist upp að þeim einingafjölda sem nemur doktorsgráðu. Við erum þó til í að skoða útfærslur á þessu. Það er eðlilegt, já, að miða námsaðstoð við skynsamlegt hámark í einingum. 
 2. Munuð þið beita ykkur fyrir því að lántökugjöld verði afnumin af námslánum? Við höfum ekki kynnt okkur þetta sérstaklega,. Lögum um fasteignalán hefur nýlega verið breytt á þann veg, að lántökugjöld mega ekki lengur vera hlutfall af láni, heldur skulu lántökugjöld sannanlega einungis rukkuð til þess að mæta kostnaði við veitingu lánsins. Lántökugjöld verða því miklum mun lægri af fasteignalánum heldur en þau hafa verið. Það er eðlilegt að sama gildi um lántökugjöld vegna námslána. 

Ást & friður,

 

Unnsteinn Jóhannsson

Upplýsingafulltrúi Bjartrar framtíðar